Erlent

Slyssins minnst um allan heim

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í dag eru liðin 100 ár síðan Titanic sökk.
Í dag eru liðin 100 ár síðan Titanic sökk.
Í dag eru liðin 100 ár síðan að Titanic sökk með þeim afleiðingum að um 1500 manns fórust. Um sjö hundruð manns björguðust eftir að þeir höfðu yfirgefið skipið og farið í björgunarbáta. Slyssins er minnst með margvíslegum hætti víða um heim í dag. Meðal annars í Belfast, þar sem skipið var byggt. Minningarathöfn var haldin í nótt um borð í skipinu Balmoral sem er um þessar mundir að sigla sömu leið og Titanic sigldi áður en það sökk í jómfrúarferð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×