Með "Liberal Democrats" og evru er hægt að afnema verðtrygginguna Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. mars 2012 13:55 Það er í raun enginn munur á verðtryggingu og gengistryggingu á lánum nema að búið er dæma gengistrygginguna ólöglega, en eftir er að dæma verðtrygginguna líka ólöglega. Þetta eru hvor tveggja afleiðuviðskipti sem byggja á áhrifum gengis- og/eða verðbreytinga með mismunandi hætti. Hvort verðið á kaffinu hækkar vegna hækkunar á innkaupsverði í erlendri mynt eða hækkunar á álagningu í íslenskri krónu skiptir ekki máli fyrir neytandann. Hann greiðir meira fyrir kaffið og hefur ekki hugmynd um hvers vegna. Lántakandi með verðtryggt lán fær svo þessa kaffihækkun á sig í formi hækkunar á höfuðstóli samkvæmt vísitölu, hvort sem hækkunin er vegna gengisbreytinga á innkaupsverði eða aukinnar álagningar og hann drekkur jafnvel ekki kaffi. Þetta litla dæmi sýnir að verðtrygging er gengistryggð afleiðuviðskipti að hluta eða öllu leiti og því bara eðlismunur á henni og gengistryggingu. Líklega má þá út frá þessu álykta að verðtryggingin sé í raun jafn ólögleg og gengistryggingin í lánaviðskiptum. Þegar horft er til afnáms verðtryggingar verður að taka mið af óstöðugleika í efnahagsmálum, sífelldum gengisfellingum og óðaverðbólgu, sem leiddu til þess neyðarúrræðis að verðtrygging var sett í gang á Íslandi. Forsenda fyrir því að hægt sé að afnema verðtrygginguna er að ná fram sæmilegum efnahagslegum stöðugleika og forgangsverkefnið er því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, afnema verðtrygginguna og leiðrétta um leið stöðu verðtryggðra lána. Stjórnmálaflokkum á Íslandi hefur ekki tekist að tryggja efnahagslegan stöðugleika til lengri tíma sem líklega má rekja til þess að flest ef ekki öll stjórnmálaöfl síðustu áratugi hafa verið hagsmunatengd klíkuhópum í samfélaginu. Þau hafa í samráði við þessa klíkuhópa unnið gegn hagsmunum almennings og skapað óstöðugleika í efnahagsmálum, sett á verðtryggingu , staðið gegn því að setja á stjórnmáladómstól, lagt grunn að mismunandi atkvæðavægi á milli landshluta og fleiru sem hefur tryggt þessum klíkum víðtæk völd, gríðarleg hagsmunaáhrif og aðgang að miklum fjármunum á kostnað almennings. Núverandi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að leiðrétta verðtryggð lán og laga þann forsendubrest sem varð á tímum gengishruns og óðaverðbólgu á árunum 2008-2010. Slík leiðrétting er ein af aðal forsendum endurreisnar þúsunda íslenskra heimila og íslensks efnahagslífs. Síðasta dómur um gengislán undirstrikar þetta enn frekar og hefur sett hyldjúpa gjá og algjöran forsendubrest á milli lántaka með gengistryggð lán og verðtryggð lán og því verður að leiðrétta stöðu verðtryggðra lána áður en í óefni er komið. Það er ljóst að nauðsynlegt er að afnema verðtrygginguna sem orðin að sjálfstæðu efnahagslegu og félagslegu vandamáli í íslensku samfélagi. Varanlegur efnahagslegur stöðugleiki verður aðeins tryggður með upptöku annars lögeyris en íslensku krónunnar og um leið væri verið að aftengja efnahagsleg áhrif núverandi klíkuhópa og þeirrar hagsmunagæslu sem þeir hafa stundað í íslensku samfélagi. Ljóst er að evran er fyrsti valkostur í nýjum gjaldmiðli, þar sem langstærstur hluti viðskipta Íslendinga við önnur lönd er innan Evrópu. Með upptöku evru fæst endanleg lausn á áratuga þrautagöngu Íslendinga í efnahags- og peningamálum og þar með í vaxta- og verðtryggingarmálinu. Fjórflokkurinn frægi sem hefur gengið undir ýmsum nöfnum síðustu áratugi hefur sýnt að hann mun aldrei geta sinnt hagsmunum almennings á Íslandi og lagt grunn að sanngjörnu samfélagi fyrir þann hóp. Til að breyta stöðunni þarf breyttan hugsanahátt undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsis og alvöru stjórnmálaumhverfi sem getur barist fyrir hagsmunum almennings og ekki er hagsmunatengt því klíkusamfélagi sem nú er fyrir hendi í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er í raun enginn munur á verðtryggingu og gengistryggingu á lánum nema að búið er dæma gengistrygginguna ólöglega, en eftir er að dæma verðtrygginguna líka ólöglega. Þetta eru hvor tveggja afleiðuviðskipti sem byggja á áhrifum gengis- og/eða verðbreytinga með mismunandi hætti. Hvort verðið á kaffinu hækkar vegna hækkunar á innkaupsverði í erlendri mynt eða hækkunar á álagningu í íslenskri krónu skiptir ekki máli fyrir neytandann. Hann greiðir meira fyrir kaffið og hefur ekki hugmynd um hvers vegna. Lántakandi með verðtryggt lán fær svo þessa kaffihækkun á sig í formi hækkunar á höfuðstóli samkvæmt vísitölu, hvort sem hækkunin er vegna gengisbreytinga á innkaupsverði eða aukinnar álagningar og hann drekkur jafnvel ekki kaffi. Þetta litla dæmi sýnir að verðtrygging er gengistryggð afleiðuviðskipti að hluta eða öllu leiti og því bara eðlismunur á henni og gengistryggingu. Líklega má þá út frá þessu álykta að verðtryggingin sé í raun jafn ólögleg og gengistryggingin í lánaviðskiptum. Þegar horft er til afnáms verðtryggingar verður að taka mið af óstöðugleika í efnahagsmálum, sífelldum gengisfellingum og óðaverðbólgu, sem leiddu til þess neyðarúrræðis að verðtrygging var sett í gang á Íslandi. Forsenda fyrir því að hægt sé að afnema verðtrygginguna er að ná fram sæmilegum efnahagslegum stöðugleika og forgangsverkefnið er því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, afnema verðtrygginguna og leiðrétta um leið stöðu verðtryggðra lána. Stjórnmálaflokkum á Íslandi hefur ekki tekist að tryggja efnahagslegan stöðugleika til lengri tíma sem líklega má rekja til þess að flest ef ekki öll stjórnmálaöfl síðustu áratugi hafa verið hagsmunatengd klíkuhópum í samfélaginu. Þau hafa í samráði við þessa klíkuhópa unnið gegn hagsmunum almennings og skapað óstöðugleika í efnahagsmálum, sett á verðtryggingu , staðið gegn því að setja á stjórnmáladómstól, lagt grunn að mismunandi atkvæðavægi á milli landshluta og fleiru sem hefur tryggt þessum klíkum víðtæk völd, gríðarleg hagsmunaáhrif og aðgang að miklum fjármunum á kostnað almennings. Núverandi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að leiðrétta verðtryggð lán og laga þann forsendubrest sem varð á tímum gengishruns og óðaverðbólgu á árunum 2008-2010. Slík leiðrétting er ein af aðal forsendum endurreisnar þúsunda íslenskra heimila og íslensks efnahagslífs. Síðasta dómur um gengislán undirstrikar þetta enn frekar og hefur sett hyldjúpa gjá og algjöran forsendubrest á milli lántaka með gengistryggð lán og verðtryggð lán og því verður að leiðrétta stöðu verðtryggðra lána áður en í óefni er komið. Það er ljóst að nauðsynlegt er að afnema verðtrygginguna sem orðin að sjálfstæðu efnahagslegu og félagslegu vandamáli í íslensku samfélagi. Varanlegur efnahagslegur stöðugleiki verður aðeins tryggður með upptöku annars lögeyris en íslensku krónunnar og um leið væri verið að aftengja efnahagsleg áhrif núverandi klíkuhópa og þeirrar hagsmunagæslu sem þeir hafa stundað í íslensku samfélagi. Ljóst er að evran er fyrsti valkostur í nýjum gjaldmiðli, þar sem langstærstur hluti viðskipta Íslendinga við önnur lönd er innan Evrópu. Með upptöku evru fæst endanleg lausn á áratuga þrautagöngu Íslendinga í efnahags- og peningamálum og þar með í vaxta- og verðtryggingarmálinu. Fjórflokkurinn frægi sem hefur gengið undir ýmsum nöfnum síðustu áratugi hefur sýnt að hann mun aldrei geta sinnt hagsmunum almennings á Íslandi og lagt grunn að sanngjörnu samfélagi fyrir þann hóp. Til að breyta stöðunni þarf breyttan hugsanahátt undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsis og alvöru stjórnmálaumhverfi sem getur barist fyrir hagsmunum almennings og ekki er hagsmunatengt því klíkusamfélagi sem nú er fyrir hendi í íslenskum stjórnmálum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar