Með "Liberal Democrats" og evru er hægt að afnema verðtrygginguna Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. mars 2012 13:55 Það er í raun enginn munur á verðtryggingu og gengistryggingu á lánum nema að búið er dæma gengistrygginguna ólöglega, en eftir er að dæma verðtrygginguna líka ólöglega. Þetta eru hvor tveggja afleiðuviðskipti sem byggja á áhrifum gengis- og/eða verðbreytinga með mismunandi hætti. Hvort verðið á kaffinu hækkar vegna hækkunar á innkaupsverði í erlendri mynt eða hækkunar á álagningu í íslenskri krónu skiptir ekki máli fyrir neytandann. Hann greiðir meira fyrir kaffið og hefur ekki hugmynd um hvers vegna. Lántakandi með verðtryggt lán fær svo þessa kaffihækkun á sig í formi hækkunar á höfuðstóli samkvæmt vísitölu, hvort sem hækkunin er vegna gengisbreytinga á innkaupsverði eða aukinnar álagningar og hann drekkur jafnvel ekki kaffi. Þetta litla dæmi sýnir að verðtrygging er gengistryggð afleiðuviðskipti að hluta eða öllu leiti og því bara eðlismunur á henni og gengistryggingu. Líklega má þá út frá þessu álykta að verðtryggingin sé í raun jafn ólögleg og gengistryggingin í lánaviðskiptum. Þegar horft er til afnáms verðtryggingar verður að taka mið af óstöðugleika í efnahagsmálum, sífelldum gengisfellingum og óðaverðbólgu, sem leiddu til þess neyðarúrræðis að verðtrygging var sett í gang á Íslandi. Forsenda fyrir því að hægt sé að afnema verðtrygginguna er að ná fram sæmilegum efnahagslegum stöðugleika og forgangsverkefnið er því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, afnema verðtrygginguna og leiðrétta um leið stöðu verðtryggðra lána. Stjórnmálaflokkum á Íslandi hefur ekki tekist að tryggja efnahagslegan stöðugleika til lengri tíma sem líklega má rekja til þess að flest ef ekki öll stjórnmálaöfl síðustu áratugi hafa verið hagsmunatengd klíkuhópum í samfélaginu. Þau hafa í samráði við þessa klíkuhópa unnið gegn hagsmunum almennings og skapað óstöðugleika í efnahagsmálum, sett á verðtryggingu , staðið gegn því að setja á stjórnmáladómstól, lagt grunn að mismunandi atkvæðavægi á milli landshluta og fleiru sem hefur tryggt þessum klíkum víðtæk völd, gríðarleg hagsmunaáhrif og aðgang að miklum fjármunum á kostnað almennings. Núverandi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að leiðrétta verðtryggð lán og laga þann forsendubrest sem varð á tímum gengishruns og óðaverðbólgu á árunum 2008-2010. Slík leiðrétting er ein af aðal forsendum endurreisnar þúsunda íslenskra heimila og íslensks efnahagslífs. Síðasta dómur um gengislán undirstrikar þetta enn frekar og hefur sett hyldjúpa gjá og algjöran forsendubrest á milli lántaka með gengistryggð lán og verðtryggð lán og því verður að leiðrétta stöðu verðtryggðra lána áður en í óefni er komið. Það er ljóst að nauðsynlegt er að afnema verðtrygginguna sem orðin að sjálfstæðu efnahagslegu og félagslegu vandamáli í íslensku samfélagi. Varanlegur efnahagslegur stöðugleiki verður aðeins tryggður með upptöku annars lögeyris en íslensku krónunnar og um leið væri verið að aftengja efnahagsleg áhrif núverandi klíkuhópa og þeirrar hagsmunagæslu sem þeir hafa stundað í íslensku samfélagi. Ljóst er að evran er fyrsti valkostur í nýjum gjaldmiðli, þar sem langstærstur hluti viðskipta Íslendinga við önnur lönd er innan Evrópu. Með upptöku evru fæst endanleg lausn á áratuga þrautagöngu Íslendinga í efnahags- og peningamálum og þar með í vaxta- og verðtryggingarmálinu. Fjórflokkurinn frægi sem hefur gengið undir ýmsum nöfnum síðustu áratugi hefur sýnt að hann mun aldrei geta sinnt hagsmunum almennings á Íslandi og lagt grunn að sanngjörnu samfélagi fyrir þann hóp. Til að breyta stöðunni þarf breyttan hugsanahátt undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsis og alvöru stjórnmálaumhverfi sem getur barist fyrir hagsmunum almennings og ekki er hagsmunatengt því klíkusamfélagi sem nú er fyrir hendi í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er í raun enginn munur á verðtryggingu og gengistryggingu á lánum nema að búið er dæma gengistrygginguna ólöglega, en eftir er að dæma verðtrygginguna líka ólöglega. Þetta eru hvor tveggja afleiðuviðskipti sem byggja á áhrifum gengis- og/eða verðbreytinga með mismunandi hætti. Hvort verðið á kaffinu hækkar vegna hækkunar á innkaupsverði í erlendri mynt eða hækkunar á álagningu í íslenskri krónu skiptir ekki máli fyrir neytandann. Hann greiðir meira fyrir kaffið og hefur ekki hugmynd um hvers vegna. Lántakandi með verðtryggt lán fær svo þessa kaffihækkun á sig í formi hækkunar á höfuðstóli samkvæmt vísitölu, hvort sem hækkunin er vegna gengisbreytinga á innkaupsverði eða aukinnar álagningar og hann drekkur jafnvel ekki kaffi. Þetta litla dæmi sýnir að verðtrygging er gengistryggð afleiðuviðskipti að hluta eða öllu leiti og því bara eðlismunur á henni og gengistryggingu. Líklega má þá út frá þessu álykta að verðtryggingin sé í raun jafn ólögleg og gengistryggingin í lánaviðskiptum. Þegar horft er til afnáms verðtryggingar verður að taka mið af óstöðugleika í efnahagsmálum, sífelldum gengisfellingum og óðaverðbólgu, sem leiddu til þess neyðarúrræðis að verðtrygging var sett í gang á Íslandi. Forsenda fyrir því að hægt sé að afnema verðtrygginguna er að ná fram sæmilegum efnahagslegum stöðugleika og forgangsverkefnið er því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, afnema verðtrygginguna og leiðrétta um leið stöðu verðtryggðra lána. Stjórnmálaflokkum á Íslandi hefur ekki tekist að tryggja efnahagslegan stöðugleika til lengri tíma sem líklega má rekja til þess að flest ef ekki öll stjórnmálaöfl síðustu áratugi hafa verið hagsmunatengd klíkuhópum í samfélaginu. Þau hafa í samráði við þessa klíkuhópa unnið gegn hagsmunum almennings og skapað óstöðugleika í efnahagsmálum, sett á verðtryggingu , staðið gegn því að setja á stjórnmáladómstól, lagt grunn að mismunandi atkvæðavægi á milli landshluta og fleiru sem hefur tryggt þessum klíkum víðtæk völd, gríðarleg hagsmunaáhrif og aðgang að miklum fjármunum á kostnað almennings. Núverandi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að leiðrétta verðtryggð lán og laga þann forsendubrest sem varð á tímum gengishruns og óðaverðbólgu á árunum 2008-2010. Slík leiðrétting er ein af aðal forsendum endurreisnar þúsunda íslenskra heimila og íslensks efnahagslífs. Síðasta dómur um gengislán undirstrikar þetta enn frekar og hefur sett hyldjúpa gjá og algjöran forsendubrest á milli lántaka með gengistryggð lán og verðtryggð lán og því verður að leiðrétta stöðu verðtryggðra lána áður en í óefni er komið. Það er ljóst að nauðsynlegt er að afnema verðtrygginguna sem orðin að sjálfstæðu efnahagslegu og félagslegu vandamáli í íslensku samfélagi. Varanlegur efnahagslegur stöðugleiki verður aðeins tryggður með upptöku annars lögeyris en íslensku krónunnar og um leið væri verið að aftengja efnahagsleg áhrif núverandi klíkuhópa og þeirrar hagsmunagæslu sem þeir hafa stundað í íslensku samfélagi. Ljóst er að evran er fyrsti valkostur í nýjum gjaldmiðli, þar sem langstærstur hluti viðskipta Íslendinga við önnur lönd er innan Evrópu. Með upptöku evru fæst endanleg lausn á áratuga þrautagöngu Íslendinga í efnahags- og peningamálum og þar með í vaxta- og verðtryggingarmálinu. Fjórflokkurinn frægi sem hefur gengið undir ýmsum nöfnum síðustu áratugi hefur sýnt að hann mun aldrei geta sinnt hagsmunum almennings á Íslandi og lagt grunn að sanngjörnu samfélagi fyrir þann hóp. Til að breyta stöðunni þarf breyttan hugsanahátt undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsis og alvöru stjórnmálaumhverfi sem getur barist fyrir hagsmunum almennings og ekki er hagsmunatengt því klíkusamfélagi sem nú er fyrir hendi í íslenskum stjórnmálum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun