Lífið

Níu hönnuðir keppa um eina milljón

mynd/365 miðlar
Hannað fyrir Ísland er nýr íslenskur hæfileikaþáttur sem Stöð 2 og 66°NORÐUR standa fyrir. Þar verður leitað að hönnuði framtíðarinnar en níu hönnuðir taka þátt og leggja allt undir til að sýna hvað í þeim býr. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og hefst kl. 20.35.

Í hverjum þætti fá hönnuðirnir krefjandi verkefni og þurfa að hanna og sauma flík eða fatalínu sem þriggja manna dómnefnd mun siðan leggja mat á. Dómnefnd er skipuð þeim Jan Davidsson, yfirhönnuði 66°NORÐUR, og Lindu Björg Árnadóttur, fagstjóra í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, en auk þeirra verður einn gestadómari og ávallt einhver nýr í hverri viku.

inn hönnuður er sendur heim í hverri viku þar til inn stendur uppi sem sigurvegari. Hinn sami hlýtur eina milljón króna í verðlaun og draumastarfið hjá 66°NORÐUR .

Þættirnir verða líflegir og rík áhersla er lögð á að nýtískulegt útlit og nýjustu tísku með notagildi að leiðarljósi. Þóra Karítas Árnadóttir stjórnar þættinum og mun ræða við hönnuðina sem og miðla spennunni til áhorfenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.