Innlent

Þriðji maðurinn gaf sig fram

Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag.
Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag.
Þriðji karlmaðurinn hefur gefið sig fram eftir að lögreglan lýsti eftir honum í öllum fjölmiðlum í dag. Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Mennirnir sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, eru báðir innan við tvítugt, en þeir voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn lögreglunnar á sprengju sem sprakk á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti 12 í miðborg Reykjavíkur og ráni í matvöruverslun í austurborginni.

Sprengjan sprakk á fimmta tímanum í gærmorgun og var ránið framið liðlega klukkutíma síðar en málin tengjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×