Fjöldamorðinginn Mohammed Merah féll í árás sérsveitar frönsku lögreglunnar inn í íbúð hans í borginni Toulouse fyrir nokkrum mínútum. Þar með lauk yfir 30 klukkustunda umsátri lögreglunnar um íbúðina.
Sérsveit frönsku lögreglunnar sem kallast Svörtu pardusarnir réðust inn í íbúð Merah um klukkan hálf ellefu í morgun. Áður en þeir réðust inn var þremur sprengjum kastað inn í íbúðina, sprengjum sem ætlað er að lama fólk en fella það ekki.
Brátt bárust fréttir um að Merah væri innilokaður á baðherbergi íbúðarinnar. Þar kom til skotbardaga milli hans og sérsveitarmannanna. Sá bardagi endaði með því að Merah var felldur af lögreglumönnunum, enn með byssu í hendinni.
Frönsk sérsveit felldi fjöldamorðingjann í Toulouse
