Innlent

Lögregla kölluð út víða vegna hávaða og láta

Lögreglan á Selfossi leysti upp hávært teiti í íbúð í fjölbýlishúsi í nótt vegna kvartana annarra íbúa í húsinu og í næsta fjölbýlishúsi.

Lögreglan í Keflavík var líka kölluð út vegna hávaða frá íbúð í fjölbýlishúsi í Keflavík. Þar voru tveir hundar einir heima, og geltu án afláts. Haft var uppi á eigendunum, sem komu og stilltu til friðar.

Annað útkall var vegna mjög háværrar tónlistar úr hljómflutningstækjum í íbúð í bænum, en húsráðandi hafði brugðið sér frá. Hann kom heim áður en lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn, og allt datt í dúnalogn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×