Vorþing Norðurlandaráðs í Alþingi Helgi Hjörvar skrifar 23. mars 2012 09:20 Það er viðeigandi að í dag, á degi Norðurlandanna, er vorþing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Verður það í fyrsta sinn sem þingfundur ráðsins er haldinn í Alþingishúsi Íslendinga, en hjá hinum norrænu ríkjunum hefur það jafnan þingað í þjóðþingum. Það er sérstakt fagnaðarefni, bæði fyrir Alþingi og þjóðina alla og samstarf hennar við aðrar norrænar þjóðir. Þess má geta að í dag eru liðin nákvæmlega fimmtíu ár frá því að Helsingfors -samningurinn var samþykktur, sem er grundvallarsamningur norrænnar samvinnu. Norrænir þingmenn hafa áður fundað í Alþingi, árið 1947, þegar Norræna þingmannasambandið hélt þar fund. Helstu málin sem rædd voru á þeim fundi voru fiskveiðimál og alþjóðlegt samstarf þingmanna, tvö mál mikilvæg Íslendingum. Á dagskrá þingfundar Norðurlandaráðs í dag eru velferðarmál, jafnréttismál og norðurslóðir, sem jafnframt eru mikilvæg mál fyrir okkur Íslendinga. Fagnefndir Norðurlandaráðs afgreiddu í gær í Reykjavík nýjar tillögur um norðurslóðir í takt við norrænar áherslur. Verði tillögurnar samþykktar verða þær að tilmælum til allra norrænu ríkisstjórnanna og Norrænu ráðherranefndarinnar um samstilltar aðgerðir, tilmælum sem ríkisstjórnirnar og ráðherranefndin leitast við að uppfylla. Af tillögum Norðurlandaráðs um norðurslóðir vil ég sérstaklega nefna hér tillögu um sameiginlega stefnu Norðurlanda í málefnum norðurslóða. Norrænu ríkin hafa öll sett fram stefnu um norðurslóðir þar sem er að finna sameiginlega sýn á mörgum sviðum en einnig ólíka sýn á öðrum. Norðurlandaráð vill beina þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að þær sameinist um sameiginlega stefnu í málefnum norðurslóða svo vinna megi að sameiginlegum markmiðum. Með þeim hætti telur Norðurlandaráð að Norðurlöndin geti aukið áhrifamátt sinn á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Markmið tillögunnar er ekki að mynda nýjan alþjóðavettvang heldur að sameinast um pólitíska framtíðarsýn og styrkja samstarf norrænu ríkjanna í Norðurskautsráðinu, þar sem þau gegna mikilvægu hlutverki, en eiga jafnframt í góðu samstarfi við önnur aðildarríki ráðsins. Í þessu sambandi má nefna sameiginlega norræna framtíðarsýn um umhverfismál og um lífskjör íbúa norðurslóða, þar á meðal frumbyggja. Mikilvægt er að framþróunin á svæðinu, sem er hröð, verði á þann hátt að þar haldist í hendur mikilvægir hagsmunir íbúa, náttúru og nýtingar auðlinda norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er viðeigandi að í dag, á degi Norðurlandanna, er vorþing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Verður það í fyrsta sinn sem þingfundur ráðsins er haldinn í Alþingishúsi Íslendinga, en hjá hinum norrænu ríkjunum hefur það jafnan þingað í þjóðþingum. Það er sérstakt fagnaðarefni, bæði fyrir Alþingi og þjóðina alla og samstarf hennar við aðrar norrænar þjóðir. Þess má geta að í dag eru liðin nákvæmlega fimmtíu ár frá því að Helsingfors -samningurinn var samþykktur, sem er grundvallarsamningur norrænnar samvinnu. Norrænir þingmenn hafa áður fundað í Alþingi, árið 1947, þegar Norræna þingmannasambandið hélt þar fund. Helstu málin sem rædd voru á þeim fundi voru fiskveiðimál og alþjóðlegt samstarf þingmanna, tvö mál mikilvæg Íslendingum. Á dagskrá þingfundar Norðurlandaráðs í dag eru velferðarmál, jafnréttismál og norðurslóðir, sem jafnframt eru mikilvæg mál fyrir okkur Íslendinga. Fagnefndir Norðurlandaráðs afgreiddu í gær í Reykjavík nýjar tillögur um norðurslóðir í takt við norrænar áherslur. Verði tillögurnar samþykktar verða þær að tilmælum til allra norrænu ríkisstjórnanna og Norrænu ráðherranefndarinnar um samstilltar aðgerðir, tilmælum sem ríkisstjórnirnar og ráðherranefndin leitast við að uppfylla. Af tillögum Norðurlandaráðs um norðurslóðir vil ég sérstaklega nefna hér tillögu um sameiginlega stefnu Norðurlanda í málefnum norðurslóða. Norrænu ríkin hafa öll sett fram stefnu um norðurslóðir þar sem er að finna sameiginlega sýn á mörgum sviðum en einnig ólíka sýn á öðrum. Norðurlandaráð vill beina þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að þær sameinist um sameiginlega stefnu í málefnum norðurslóða svo vinna megi að sameiginlegum markmiðum. Með þeim hætti telur Norðurlandaráð að Norðurlöndin geti aukið áhrifamátt sinn á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Markmið tillögunnar er ekki að mynda nýjan alþjóðavettvang heldur að sameinast um pólitíska framtíðarsýn og styrkja samstarf norrænu ríkjanna í Norðurskautsráðinu, þar sem þau gegna mikilvægu hlutverki, en eiga jafnframt í góðu samstarfi við önnur aðildarríki ráðsins. Í þessu sambandi má nefna sameiginlega norræna framtíðarsýn um umhverfismál og um lífskjör íbúa norðurslóða, þar á meðal frumbyggja. Mikilvægt er að framþróunin á svæðinu, sem er hröð, verði á þann hátt að þar haldist í hendur mikilvægir hagsmunir íbúa, náttúru og nýtingar auðlinda norðurslóða.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar