Erlent

Þrettán ára piltur skotinn til bana í mótmælum

Frá mótmælum í Port Said.
Frá mótmælum í Port Said. mynd/afp
Þrettán ára gamall piltur var skotinn til bana í óeirðum í borginni Port Said í Egyptalandi í gærkvöldi og fjölmargir eru slasaðir. Ástæða óeirðanna er sú að nýlega var knattspyrnulið borgarinnar sett í keppnisbann til ársloka 2013 eftir að uppþot varð á heimaleik liðsins í febrúar síðastliðnum þar sem að minnsta kosti 74 létu lífið.

Liðið er eitt af sterkustu knattspyrnuliðum Egyptalands en þegar bannið var tilkynnt í gær þustu reiðir stuðningsmenn út á göturnar til að mótmæla.

Saksóknari í borginni hefur gefið út ákærur á hendur 75 mönnum vegna manndráps eða vanrækslu í tengslum við uppþotið í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×