Erlent

Nítján fórust í rútuslysi

Að minnsta kosti nítján fórust og yfir þrjátíu eru slasaðist eftir að rúta féll ofan í gljúfur í vesturhluta Alsír í morgun. Samkvæmt fréttastofunni APS missti bílstjórinn stjórn á rútunni í beygju með þeim afleiðingum að hún steyptist ofan í glúfrið. Slysið átti sér stað í grennd við bæinn Tiaret, um 250 kílómetrum frá höfuðborginni. Yfirvöld hafa undanfarið verið í sérstöku umferðarátaki en um fjögur þúsund manns látast árlega í umferðarslysum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×