Erlent

Bróðir Merah líklega ákærður

Frá umsátursástandinu við heimili Merah
Frá umsátursástandinu við heimili Merah
Bróðir skotárásarmannsins í Toulouse í Frakklandi verður hugsanlega ákærður fyrir þátttöku í morðunum og að skipuleggja hryðjuverkaárásir. Breska fréttastofan Sky greinir frá þessu. Mohammed Merah var skotinn til bana af frönskum leyniskyttum fyrr vikunni eftir umsátursástand við heimili hans. Hann er talinn hafa myrt sjö manns. Bróðir hans var í framhaldinu handtekinn og yfirheyrður. Lögreglan telur nú að hann hafi tekið þátt í að skipuleggja árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×