Erlent

Bjórinn í Köben lækkar í verði

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn
Það eru margir Íslendingar sem skella sér til Danmerkur yfir sumartímann og því munu þeir sömu eflaust fagna því að verðið á mat og drykk í borginni mun lækka á næstu mánuðum.

Eigendur kaffihúsa og veitingastaða í Kaupmannahöfn þurfa ekki lengur að greiða borgaryfirvöldum gjald fyrir að bjóða viðskiptavinum að nýta útisvæðin sín líkt og tíðkast hefur. Í frétt á vef danska blaðsins Berlingske Tidende segir að gjaldið hafi numið allt að átta þúsund kr. á fermetrann en það fór þó eftir staðsetningu.

Veitingamenn fagna þessu ákaft en búist er við við að þeir eigi eftir að fjölga starfsfólki vegna þessa og jafnvel lækka verð á mat og drykk.

Þeir sem skilja dönsku geta lesið sér betur til um málið á vefsíðu Berlingske.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×