Þórður Magnússon: Búið að "hringla alveg óskaplega í sköttunum“ 28. mars 2012 11:11 Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér. Klinkið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér.
Klinkið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira