Erlent

Allsherjarverkfall boðað á Spáni í dag

Verkalýðsfélög Spánar hafa boðað til allsherjarverkfalls í landinu í dag.

Verkfallið er til að mótmæla breytingum stjórnvalda á vinnulöggjöf landsins en með þeim breytingum vonast stjórnvöld til að atvinnuleysið á Spáni minnki en það er það mesta í Evrópu. Ætlunin var að kynna breytingarnar á morgun.

Búast má við miklum truflunum á samgöngum á Spáni í dag vegna verkfallsins og athafnalíf landsins verður meir og minna lamað. Verkfallinu lýkur í kvöld með kröfugöngum í um 80 borgum og bæjum Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×