Sahara-hlauparar undirbúa tvöfalt lengra hlaup um óbyggðir Íslands Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. mars 2012 20:00 Tveir fílhraustir Reykvíkingar luku í gær við hundrað og tólf kílómetra hlaup í Sahara-eyðimörkinni fyrstir Íslendinga. Aðstandendur hlaupsins leggja nú drög að tvöfalt lengra hlaupi um óbyggðir Íslands. Arnaldur Birgir Konráðsson og Ágúst Guðmundsson fóru leiðina á fjórum dögum en þeir unnu til verðlauna fyrir að koma alla leið frá Íslandi og takast á við aðstæður sem eru Íslendingum ókunnar. „Nóttina fyrir maraþonið var fjögurra stiga frost þannig að öll hlaupafötin frusu og síðan lögðum við af stað í maraþonið og þá fengum við 35 gráðu hita og aldrei upplifað annan eins hita. Síðan er búið að vera rok og rigning, það er bara öll flóran á einni viku," sagði Arnaldur Birgir þegar hann lýsti hrikalegu veðurfari þessarar alræmdu eyðimerkur. Strákarnir fengu að hafa eina tösku meðferðis þar sem þeir geymdu hlaupafötin, orkudrykki og aðrar nauðsynjar en á nóttunni sváfu þeir í opnum tjöldum. „Við fengum góðan sandstorm eina nóttina þannig að maður vaknaði með öll vitin full af sandi og það var nú enn ein upplifunin," segir Arnaldur. 175 tóku þátt í hlaupinu í ár en Arnaldur og Ágúst fylgdust allan tímann að. „Við lögðum af stað saman og komum í mark saman í hverjum einasta legg og hefðum ekki vilja gera þetta neitt öðruvísi. Það er líka bara skynsemi, þetta eru aðstæður sem við þekkjum lítið og það hefði ekki verið vit í neinu öðru en að taka þetta bara saman. Það er líka bara það sem gerir þetta eftirminnilegt," segir Arnaldur. Og fyrir þá sem vilja feta í fótspor félaganna þurfa ekki að bíða lengi því allt stefnir í æsispennandi hlaup hér á landi sumarið 2013. „Þeir sem að hönnuðu brautina fyrir þetta hlaup eru að koma til Íslands í ágúst til að búa til 250 km hlaup um hálendi Íslands, ekki það að ég sé endilega að fara að skrá mig en það er bara mjög gaman af því," segir Arnaldur sem er síður en svo búinn að fá nóg. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tveir fílhraustir Reykvíkingar luku í gær við hundrað og tólf kílómetra hlaup í Sahara-eyðimörkinni fyrstir Íslendinga. Aðstandendur hlaupsins leggja nú drög að tvöfalt lengra hlaupi um óbyggðir Íslands. Arnaldur Birgir Konráðsson og Ágúst Guðmundsson fóru leiðina á fjórum dögum en þeir unnu til verðlauna fyrir að koma alla leið frá Íslandi og takast á við aðstæður sem eru Íslendingum ókunnar. „Nóttina fyrir maraþonið var fjögurra stiga frost þannig að öll hlaupafötin frusu og síðan lögðum við af stað í maraþonið og þá fengum við 35 gráðu hita og aldrei upplifað annan eins hita. Síðan er búið að vera rok og rigning, það er bara öll flóran á einni viku," sagði Arnaldur Birgir þegar hann lýsti hrikalegu veðurfari þessarar alræmdu eyðimerkur. Strákarnir fengu að hafa eina tösku meðferðis þar sem þeir geymdu hlaupafötin, orkudrykki og aðrar nauðsynjar en á nóttunni sváfu þeir í opnum tjöldum. „Við fengum góðan sandstorm eina nóttina þannig að maður vaknaði með öll vitin full af sandi og það var nú enn ein upplifunin," segir Arnaldur. 175 tóku þátt í hlaupinu í ár en Arnaldur og Ágúst fylgdust allan tímann að. „Við lögðum af stað saman og komum í mark saman í hverjum einasta legg og hefðum ekki vilja gera þetta neitt öðruvísi. Það er líka bara skynsemi, þetta eru aðstæður sem við þekkjum lítið og það hefði ekki verið vit í neinu öðru en að taka þetta bara saman. Það er líka bara það sem gerir þetta eftirminnilegt," segir Arnaldur. Og fyrir þá sem vilja feta í fótspor félaganna þurfa ekki að bíða lengi því allt stefnir í æsispennandi hlaup hér á landi sumarið 2013. „Þeir sem að hönnuðu brautina fyrir þetta hlaup eru að koma til Íslands í ágúst til að búa til 250 km hlaup um hálendi Íslands, ekki það að ég sé endilega að fara að skrá mig en það er bara mjög gaman af því," segir Arnaldur sem er síður en svo búinn að fá nóg.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira