Erlent

Bardagar í einu hverfa Damaskus

Bardagar hafa geisað í gærkvöldi og nótt í hverfinu al-Mezze í Damaskus höfuðborgar Sýrlands milli uppreisnarmanna og her- og öryggissveita Al-Assad forseta landsins.

Sjónarvottar hafa greint frá vélbyssuskothríð og eldflaugaskotum í hverfinu. Þessir bardagar komu í kjölfar tveggja mikilla sprenginga sem urðu í höfuðborginni yfir helgina.

Ekki er vitað um mannfall í nótt en öryggissveitir hafa umkringt al-Mezze, lokað öllum leiðum til og frá hverfinu og tekið af því rafmagnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×