365 og Síminn undirrita samkomulag um Fjölvarpið 1. mars 2012 14:15 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og Ari Edwald, forstjóri 365. Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu í dag undir samkomulag sem gerir 365 miðlum kleift að dreifa öllu sjónvarpsefni félagsins um kerfi Símans. Til þessa hefur verið samkomulag í gildi um dreifingu, Stöðvar 2, Stöðvar 2 extra, Stöðvar 2 bíó og Sportstöðva Stöðvar 2, en Fjölvarp Stöðvar 2 hefur verið undanskilið. Með þessu eru Stöð 2 og Síminn að auka með sér samstarf um dreifingu á sjónvarpsefni. Frá og með 1. mars geta allir þeir sem eru með myndlykla frá Símanum keypt áskrift að erlendum sjónvarpsstöðvum sem Stöð 2 endurvarpar undir vörumerkinu Stöð 2 Fjölvarp. Þetta þýðir að nú geta áskrifendur Stöðvar 2 með myndlykil frá Símanum loksins nýtt sér afsláttarkjör sín til að nálgast erlendar sjónvarpsstöðvar á betra verði en þeim hefur áður staðið til boða, með allt frá 18% til 30% afslætti frá grunnverði. Á Stöð 2 Fjölvarpi eru á boðstólum 50 fjölbreyttar og vinsælar erlendar sjónvarpsstöðvar. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem um er að ræða fréttir, fróðleikur, menningarefni, bíómyndir, skemmtiefni eða barnaefni. Alls eru fimm pakkar í boði, sérsniðnir að ólíkum þörfum og áhugasviðum áskrifenda. „Fyrir áskrifendur Stöðvar 2 og systurstöðva markar þessi samningur tímamót því að nú getum við loks þjónað þeim sem nýta dreifikerfi Símans um alla þá sjónvarpsþjónustu sem að við bjóðum upp á. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og eftirspurn eftir fjölvarpi okkar enda er verðstefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar hærri afslátt eftir því sem að þeir kaupa fleiri vörur frá okkur. Núna býðst á annan tug þúsunda áskrifenda Stöðvar 2 á dreifikerfi Símans aðgangur að Fjölvarpi okkar á mun hagstæðari kjörum en þeim hefur áður boðist. Sparnaður þeirra sem færa áskriftina til 365 miðla getur numið tugum þúsunda á ári hverju," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. „Það er fagnaðarefni að með undirritun samninga í dag eykst vöruframboð á dreifikerfi Símans svo um munar og viðskiptavinir Símans hafa fullt val um við hvaða efnisveitu þeir skipta. Dagurinn markar einnig tímamót að því leyti að 365 miðlar hafa fullan aðgang að sjónvarpsdreifikerfi Símans sem eflir enn frekar samkeppni á sjónvarpsmarkaði," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Frekari upplýsingar er að finna á stod2.is Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu í dag undir samkomulag sem gerir 365 miðlum kleift að dreifa öllu sjónvarpsefni félagsins um kerfi Símans. Til þessa hefur verið samkomulag í gildi um dreifingu, Stöðvar 2, Stöðvar 2 extra, Stöðvar 2 bíó og Sportstöðva Stöðvar 2, en Fjölvarp Stöðvar 2 hefur verið undanskilið. Með þessu eru Stöð 2 og Síminn að auka með sér samstarf um dreifingu á sjónvarpsefni. Frá og með 1. mars geta allir þeir sem eru með myndlykla frá Símanum keypt áskrift að erlendum sjónvarpsstöðvum sem Stöð 2 endurvarpar undir vörumerkinu Stöð 2 Fjölvarp. Þetta þýðir að nú geta áskrifendur Stöðvar 2 með myndlykil frá Símanum loksins nýtt sér afsláttarkjör sín til að nálgast erlendar sjónvarpsstöðvar á betra verði en þeim hefur áður staðið til boða, með allt frá 18% til 30% afslætti frá grunnverði. Á Stöð 2 Fjölvarpi eru á boðstólum 50 fjölbreyttar og vinsælar erlendar sjónvarpsstöðvar. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem um er að ræða fréttir, fróðleikur, menningarefni, bíómyndir, skemmtiefni eða barnaefni. Alls eru fimm pakkar í boði, sérsniðnir að ólíkum þörfum og áhugasviðum áskrifenda. „Fyrir áskrifendur Stöðvar 2 og systurstöðva markar þessi samningur tímamót því að nú getum við loks þjónað þeim sem nýta dreifikerfi Símans um alla þá sjónvarpsþjónustu sem að við bjóðum upp á. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga og eftirspurn eftir fjölvarpi okkar enda er verðstefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar hærri afslátt eftir því sem að þeir kaupa fleiri vörur frá okkur. Núna býðst á annan tug þúsunda áskrifenda Stöðvar 2 á dreifikerfi Símans aðgangur að Fjölvarpi okkar á mun hagstæðari kjörum en þeim hefur áður boðist. Sparnaður þeirra sem færa áskriftina til 365 miðla getur numið tugum þúsunda á ári hverju," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. „Það er fagnaðarefni að með undirritun samninga í dag eykst vöruframboð á dreifikerfi Símans svo um munar og viðskiptavinir Símans hafa fullt val um við hvaða efnisveitu þeir skipta. Dagurinn markar einnig tímamót að því leyti að 365 miðlar hafa fullan aðgang að sjónvarpsdreifikerfi Símans sem eflir enn frekar samkeppni á sjónvarpsmarkaði," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Frekari upplýsingar er að finna á stod2.is
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira