Viðskipti innlent

Gengið frá sölu Iceland Foods til stjórnenda

Malcolm Walker, stofnandi og núverandi eigandi Iceland Foods.
Malcolm Walker, stofnandi og núverandi eigandi Iceland Foods.
Slitastjórn gamla Landsbankans, LBI, hefur gengið frá sölu á allri hlutabréfaeign Landsbanka Íslands hf. í verslunarkeðjunni Iceland Foods Limited til Oswestry Acquico Limited, sem er félag í eigu yfirstjórnenda Iceland Foods, að meðtöldum forstjóranum Malcolm Walker, og annarra fjárfesta.

Í tilkynningu frá slitastjórninni segir að söluverðið miðist við að heildarverðmæti Iceland Foods sé 1.550 milljónir sterlingspunda, eða rúmir 300 milljarðar íslenskra króna. Slitastjórnin átti um 67 prósent í keðjunni, slitastjórn Glitnis um 10 prósent og restina áttu stjórnendur hennar fyrir.

„Slitastjórn LBI telur söluna í fullu samræmi við markmið hennar um að hámarka virði eignarhluta bankans í félaginu og skila bestu mögulegu endurheimtum til kröfuhafa," segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×