Viðskipti innlent

Fjármálafyrirtækjum heimilað samstarf við úrvinnslu skuldamála

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað fjármálafyrirtækjum afmarkað samstarf vegna úrvinnslu skuldamála sem varða gengisbundin lán.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað fjármálafyrirtækjum afmarkað samstarf vegna úrvinnslu skuldamála sem varða gengisbundin lán.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað fjármálafyrirtækjum afmarkað samstarf vegna úrvinnslu skuldamála sem varða gengisbundin lán. Er þetta gert í framhaldi af dómi Hæstaréttar vegna gengislánadómsins 15. febrúar síðastliðinn.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að fjármálafyrirtæki fresti fullnustuaðgerðum vegna krafna sem ljóst er að falla undir dóm Hæstaréttar.

Við ákvörðunina var horft til mikilvægis þess að hraða endurskipulagningu skulda einstaklinga og fyrirtækja.

Þá er heimildin bundin ítarlegum skilyrðum sem lúta að formi og umgjörð samstarfsins og háttsemi bankanna við úrvinnslu gengislána.

Eftirlitið leggur áherslu á að neytendur njóti sanngjarnrar hlutdeildar í ávinningi samstarfsins. Er þetta tryggt með skilyrðum sem heimila þátttöku umboðsmanns skuldara í samráðinu og fulltrúa Neytendastofu.

Samkeppniseftirlitið setur einnig það skilyrði að samstarfið bindi ekki hendur einstakra lánveitenda til þess að veita viðskiptavinum sínum betri kjör. Að auki er samstarfsaðilum bannað að krefjast málskostnaðar í dómsmálum sem höfðuð verða í kjölfar samvinnunnar.

Eftirlitið setur einnig skilyrði við að fjármálafyrirtæki fresti fullnustuaðgerðum vegna krafna sem ljóst er að falla undir dóm Hæstaréttar.

Hægt er að lesa fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×