Viðskipti innlent

Slitastjórn Landsbankans stefnir PWC

Slitastjórn gamla Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál á hendur endurskoðunarfyrirtækinu PWC, Price Waterhouse Coopers, vegna þess hvernig ársreikningur bankans var úr garði gerður fyrir hrun bankans í október 2008. Slitstjórnin vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins, þegar eftir því var leitað í dag, en málið beinist ekki aðeins að starfsemi PWC hér á landi heldur einnig alþjóðlega. Það verður þingfest fyrir dómi í júní nk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×