Körfubolti

KFÍ leikur í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð

Karlalið KFÍ leikur í efstu deild á næsta tímabili í körfuboltanum.
Karlalið KFÍ leikur í efstu deild á næsta tímabili í körfuboltanum. KFÍ

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, KFÍ, tryggði sér um helgina efsta sætið í 1. deild karla í körfuknattleik og leikur KFÍ í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem gulltryggði KFÍ efsta sætið með því að leggja Skallagrím að velli í Borgarnesi í gærdag. Skallagrímur var eina liðið sem gat náð KFÍ að stigum en eftir ósigurinn í gær er ljóst að Borgnesingar geta ekki náð efsta sætinu.

KFÍ er með 30 stig en liðið hefur aðeins tapað einum leik í vetur. KFÍ á eftir að leika tvo leiki í deildinni, gegn Breiðabliki og Skallagrím.

Liðin sem enda í 2. – 5. sæti deildarkeppninnar leika í fjögurra liða úrslitakeppni um eitt laust sæti í efstu deild. Höttur, Borgarnes, Hamar, ÍA og Þór Akureyri eru í baráttunni um þessi sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.