Viðskipti innlent

Jafnt kynjahlutfall í stjórn Nýherja

Guðmundur Jóh. Jónsson, Helga Árnadóttir, Benedikt Jóhannesson, Marta Kristín Lárusdóttir og Árni Vilhjálmsson. Á myndina vantar Hildi Dungal.
Guðmundur Jóh. Jónsson, Helga Árnadóttir, Benedikt Jóhannesson, Marta Kristín Lárusdóttir og Árni Vilhjálmsson. Á myndina vantar Hildi Dungal.
Jafnræði er með kynjunum í stjórn Nýherja eftir að Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur, var kjörin nýr varamaður í stjórnina á aðalfundi félagsins.

Helga er þriðja konan sem kemur að stjórnarsetu hjá Nýherja. Hildur Dungal, lögfræðingur, og Marta Kristín Lárusdóttir, lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, sitja í aðalstjórn félagsins ásamt Árna Vilhjálmssyni, Benedikt Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Talnakönnunar, og Guðmundur Jóh. Jónssyni, framkvæmdastjóra Varðar. Aðalstjórn Nýherja var sjálfkjörin á aðalfundi félagsins, sem fram fór á föstudag.

Benedikt Jóhannesson formaður stjórnar Nýherja sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að í þetta sinn hefðu þrír karlmenn og þrjár konur verið í framboði til stjórnar og varamanns í stjórn. Hann sagði að nú væri hlutur kynjanna jafn og það væri skemmtileg tilviljun, því að sjálfsögðu væru stjórnarmenn valdir eftir þekkingu, reynslu og hæfileikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×