Lífið

Hreiðurgerð á Kvisthaganum

María Sigrún Hilmarsdóttir í vinnunni í fréttasettinu í Efstaleiti.
María Sigrún Hilmarsdóttir í vinnunni í fréttasettinu í Efstaleiti.
María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona og eiginmaður hennar Pétur Árni Jónsson útgefandi eru flutt á Kvisthagann í Vesturbænum. Pétur og María gengu í það heilaga síðasta sumar. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni og brúðkaupsveislan var haldin á Kjarvalsstöðum.

María sem er gengin sjö mánuði með fyrsta barnið þeirra er alin upp í Högunum og þekkir hverfið eins og lófann á sér.

„Ég var mikill grallaraspói þegar ég var lítil. Gerði dyraat hjá nágrönnum og virti ekki lóðamörk þegar ég lék mér í fallinni spýtu. Mér finnst gott og gaman að vera komin á þessar slóðir aftur. Við erum svona smátt og smátt að koma okkur fyrir og gera allt klárt áður en barnið kemur í apríl, “ segir María Sigrún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.