Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað í þessari viku. Álagið stendur nú í 251punktum en það var 283 punktar s.l. mánudag að því er fram kemur á viðskiptavefnum keldan.is.

Álagið hefur ekki verið lægra síðan í lok ágúst í fyrra. Álagið stóð í 317 punktum um síðustu áramót og hefur því lækkað um 66 punkta síðan þá. Lækkandi skuldatryggingaálag er m.a. merki um batnandi efnahag viðkomandi ríkis og þar með aukna greiðslugetu þess.

Lækkun skuldatryggingaálags Íslands er í takt við þróunin hjá mörgum öðrum Evrópuríkjum. Í nýlegri úttekt greiningar Íslandsbanka á þróuninni meðal Evrópuríkja kemur fram að meðalálag þeirra, að Grikklandi undanskildu, hafði lækkað um 17 punkta frá áramótum og stóð í 260 punktum í upphafi þessa mánaðar. Þessi þróun hefur að vísu snúist við hjá nokkrum ríkjanna á síðustu dögum vegna áframhaldandi óvissu um þróun mála í Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×