Viðskipti innlent

Heiðar Már: Það verður að ráðast gegn höftunum

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur.
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur.
Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, segir nauðsynlegt að ráðast hratt og örugglega gegn höfuðmeinsemdinni í íslensku efnahagslífi, gjaldeyrishöftunum, með því að afnema þau samhliða einhliða upptöku nýrrar myntar, t.d. Kanadadollars.

Þetta kemur fram í seinni grein Heiðars Más af tveimur en sú fyrri birtist í Fréttablaðinu á laugardag og sú seinni í dag. Heiðar Már segir nauðsynlegt að bregðast hratt við aðstæðunum sem eru hér á landi, sem hafi ýmis einkenni myndunar nýrrar eignabólu.

„Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið og brengla verðmyndun þannig að fjármagn leitar ekki í hagkvæmustu not heldur frekar í froðuna sem byggist upp í kringum eignabólur á fastafjármunum, ekki síst húsnæði. Það er nauðsynlegt að bregðast hratt við og rjúfa þennan vítahring. Það verður best gert með því að ráðast gegn höfuðmeinsemdinni, það er gjaldeyrishöftunum," segir Heiðar Már í grein sinni.

Sjá má grein Heiðars Más hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×