Viðskipti innlent

Fundað með helstu aðilum um vaxtadóminn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nefndarfundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag.
Nefndarfundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. mynd/ Egill.
Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, óskaði eftir því 11. janúar síðastliðinn að Fjármálaeftirlitð, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Seðlabankinn myndu reikna út hver áhrifin yrðu ef vaxtadómurinn myndi falla á þann veg sem nú hefur orðið.

Hæstiréttur Íslands komst að því í dag að óheimilt hefði verið að miða vexti lána við lægstu verðtryggðu seðlabankavexti eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg sumarið 2010. Í dómnum kemur fram að vaxtafrumvarp Árna Páls Árnasonar sem samþykkt voru þá um haustið væri í andstöðu við stjórnarskrá. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundar nú um niðurstöðu Hæstaréttar.

Á fundinn hafa verið boðaðir fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, fulltrúar Seðlabankans og fulltrúar Fjármálaeftirlitsins.


Tengdar fréttir

Óheimilt að miða við íslensku vextina

Óheimilt var að endurreikna lán miðað við íslenska verðtryggða seðlabankavexti hjá þeim sem greiddu fullnaðargreiðslur af lánum sínum áður en gengisdómur Hæstaréttar féll sumarið 2010. Hæstiréttur Íslands komst að þessari niðurstöðu í máli gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í dag.

"Nú þarf að reikna allt upp á nýtt“

Guðmundur Andri Skúlason hjá samtökum lánþega segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar sé gríðarlegt fagnaðarefni en fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningsvextir skuli gilda á erlendum lánum, en ekki vextir Seðlabankans eins og áður hafði verið ákveðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×