Viðskipti innlent

Jóhanna segir vegið að ríkisstjórninni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir er ómyrk í máli um ríkisstjórnina.
Jóhanna Sigurðardóttir er ómyrk í máli um ríkisstjórnina.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra segir að atvinnulífið hafi á ómaklegan hátt vegið að ríkisstjórninni. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minntist á könnun sem kynnt var á Viðskiptaþingi í gær og sagði að hún sýndi að um 80% þeirra sem störfuðu í atvinnulífinu treystu ekki ríkisstjórninni. Spurði hann ráðherrann hvort hún hefði ekki áhyggjur af þessari niðurstöðu.

Jóhanna svaraði því til að ýmislegt hefði verið gert til að efla atvinnulíf á Íslandi og sagði að hagvöxtur væri meiri hér en í flestum samanburðarlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×