Enski boltinn

Chelsea hætt við Hazard | Fer líklega til Spurs

Hazard í leik gegn Inter.
Hazard í leik gegn Inter.
Chelsea er sagt hafa dregið sig úr úr kapphlaupinu um belgíska framherjann Eden Hazard. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að hann fari til Tottenham.

Spurs hefur verið talinn líklegasti áfangastaður Hazard í nokkurn tíma en leikmaðurinn sagði að það væri ekki búið að skrifa undir neitt.

Hann hefur aftur á móti ekki farið leynt með þann vilja sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni. Talaði hann þá aðallega um Tottenham og Arsenal.

Hazard mun kosta um 25-30 milljónir punda en hann leikur með Lille í Frakklandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.