Viðskipti innlent

Tilboðin á bilinu 500-1700 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tilboðin sem gerð voru í Perluna voru á bilinu 500 milljónir króna og upp í 1688 milljónir króna. Það var Garðar K. Vilhjálmsson héraðsdómslögmaður sem átti hæsta tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags, eins og fram hefur komið. Það tilboð var gert með fyrirvara um hagvkæmnisathugun. Í tveimur tilfellum var um staðgreiðslutilboð að ræða og hæsta tilboðið var annað þeirra. Eitt tilboðið hljóðaði upp á verðhugmynd á bilinu 500-1500 milljónir.

Perlan var auglýst til sölu í september síðastliðnum og rann tilboðsfrestur út 18. október. Sex tilboð bárust og var ákveðið að ganga til viðræðna við hæstbjóðanda. Ákveðið var að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu á Perlunni við þá aðila sem áttu hæsta tilboð í eignina. Með henni fengu bjóðendur frest til 31. mars næstkomandi til að aflétta fyrirvörum í tilboði sínu. Fyrirvararnir miðast við að treysta forsendur hagkvæmniathugunar, sem liggur til grundvallar tilboðinu.



Hér má sjá tilboðin sem bárust í Perluna
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×