Kynnir heiðinn heim fyrir krökkum og Frökkum 1. febrúar 2012 17:00 Þór Tulinius. Verk Þórs Tulinius, Blótgoði sem sýnt hefur verið í Landnámssetrinu, hefur verið boðið á franska leiklistarhátíð. Þór er sömuleiðis að leggja lokahönd á sérútgáfu verksins fyrir grunnskóla. „Með sýningunni Blótgoða er ég meðal annars að reyna að átta mig á því hvernig heiðnin var, hvernig var trúarlíf landans áður en kristnin kom til sögunnar. Trúðu menn á goðin og voru menn í alvöru að blóta þau. Og hvað með vætti og huldufólk, var trúin á þá lifandi og einlæg," segir Þór Tulinius sem hrærst hefur í heimi heiðni á Íslandi undanfarin ár. Í september var leikverk hans Blótgoði frumsýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi og þar hefur það verið sýnt við góðan orðstír og dóma. „Fræðimenn hafa vitaskuld rannsakað þetta efni ofan í kjölinn og hafa á því margvíslegar skoðanir. Ég byrjaði að sanka að mér heimildum um efnið fyrir nokkrum árum síðan og markmiðið var að setja upp leikrit um hugmyndaheim Íslendinga við kristnitöku. Mig langaði til þess a komast að því hvort trú þeirra á goðin var farin að kulna en komst að því að trúarlífið var sprelllifandi á þessum tíma," segir Þór sem fer með öll hlutverki í sýningunni og bregður sér í líki fjölmargra þekktra persóna, svo sem Snorra Goða, Þorgeirs Ljósvetningagoða, Síðu-Halls og Finnboga ramma. Nokkrar sýningar eru enn eftir af verkinu í Landnámssetrinu en Þór stefnir að því að kynna skólakrökkum landsins hugmyndaheim heiðninnar og vinnur nú að styttri leikgerð sem hann stefnir á að fara með í skóla landsins. „Það má segja að sýningin sé um kristnitökuna, en eitt meginþema hennar er trúfrelsi og virðing fyrir átrúnaði annarra, og þannig höfðar hún til samtímans og hentar líka sem skólasýning," segir Þór og leggur áherslu á að sýningin sé létt og skemmtileg. Þór fer með Blótgoða út fyrir landsteinana í sumar, en honum hefur verið boðið á hátíðina EPOS í Vendome í Frakklandi sem snýst um frásagnarlist til forna. „Þetta er létt og skemmtileg sýning, hálfgert uppistand og efnið á vonandi eftir að skila sér. Ég mun flytja verkið á íslensku en það verður texti á skjá fyrir ofan sviðið, svona eins og menn sjá í óperunni," segir Þór að lokum. sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Verk Þórs Tulinius, Blótgoði sem sýnt hefur verið í Landnámssetrinu, hefur verið boðið á franska leiklistarhátíð. Þór er sömuleiðis að leggja lokahönd á sérútgáfu verksins fyrir grunnskóla. „Með sýningunni Blótgoða er ég meðal annars að reyna að átta mig á því hvernig heiðnin var, hvernig var trúarlíf landans áður en kristnin kom til sögunnar. Trúðu menn á goðin og voru menn í alvöru að blóta þau. Og hvað með vætti og huldufólk, var trúin á þá lifandi og einlæg," segir Þór Tulinius sem hrærst hefur í heimi heiðni á Íslandi undanfarin ár. Í september var leikverk hans Blótgoði frumsýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi og þar hefur það verið sýnt við góðan orðstír og dóma. „Fræðimenn hafa vitaskuld rannsakað þetta efni ofan í kjölinn og hafa á því margvíslegar skoðanir. Ég byrjaði að sanka að mér heimildum um efnið fyrir nokkrum árum síðan og markmiðið var að setja upp leikrit um hugmyndaheim Íslendinga við kristnitöku. Mig langaði til þess a komast að því hvort trú þeirra á goðin var farin að kulna en komst að því að trúarlífið var sprelllifandi á þessum tíma," segir Þór sem fer með öll hlutverki í sýningunni og bregður sér í líki fjölmargra þekktra persóna, svo sem Snorra Goða, Þorgeirs Ljósvetningagoða, Síðu-Halls og Finnboga ramma. Nokkrar sýningar eru enn eftir af verkinu í Landnámssetrinu en Þór stefnir að því að kynna skólakrökkum landsins hugmyndaheim heiðninnar og vinnur nú að styttri leikgerð sem hann stefnir á að fara með í skóla landsins. „Það má segja að sýningin sé um kristnitökuna, en eitt meginþema hennar er trúfrelsi og virðing fyrir átrúnaði annarra, og þannig höfðar hún til samtímans og hentar líka sem skólasýning," segir Þór og leggur áherslu á að sýningin sé létt og skemmtileg. Þór fer með Blótgoða út fyrir landsteinana í sumar, en honum hefur verið boðið á hátíðina EPOS í Vendome í Frakklandi sem snýst um frásagnarlist til forna. „Þetta er létt og skemmtileg sýning, hálfgert uppistand og efnið á vonandi eftir að skila sér. Ég mun flytja verkið á íslensku en það verður texti á skjá fyrir ofan sviðið, svona eins og menn sjá í óperunni," segir Þór að lokum. sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira