Halldór J. samþykkti að vera áfram gegn 125 milljóna greiðslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. febrúar 2012 19:06 Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. Þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð máls sem Sigurjón höfðaði gegn Landsbankanum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Sigurjón krefst viðurkenningar á samningi milli hans og Landsbankans um lífeyrissparnað og afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir þennan sama sparnað. Í málinu var tekist á um lögmæti lífeyrissjóðs Sigurjóns, en hann færði sparnað sinn frá Íslenska lífeyrissjóðnum í lífeyrissjóð sem hann stofnaði í eigin nafni í apríl 2008. Þessi viðskipti Sigurjóns komust í fréttirnar fyrir þær sakir að hann gaf út tvö veðskuldabréf, samtals að fjárhæð 70 milljónir króna, í nóvember 2008, sem hann seldi svo eigin lífeyrissjóði. Það vakti athygli eftirlitsaðila sem gerðu í kjölfarið athugasemdir, en FME krafðist þess að Landsbankinn myndi slíta lífeyrissjóðnum þar sem hann gengi í berhögg við lög. Þessu hefur lögmaður Sigurjóns andmælt. Á þremur árum, frá apríl 2008 til september 2011, hækkaði lífeyrissparnaður Sigurjóns úr 108 milljónum í 566 milljónir króna, miðað við upplýsingar sem komu fram við aðalmeðferð málsins í morgun. Stór hluti hækkunarinnar er til kominn vegna gengishagnaðar, en Sigurjón keypti skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og losaði sig þannig við sparnað í krónum. Þá fékk hann greiðslur, nálægt 200 milljónum króna, frá Landsbankanum, sem hann setti beint í lífeyrissparnað sinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Sjá hlekk á ítarlega fréttaskýringu um málið hér neðar. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans við hlið Sigurjóns Þ. Árnasonar, óskaði eftir að láta af störfum hjá bankanum í ágúst 2008, rétt fyrir hrunið, en ákvað að vera áfram gegn 125 milljóna króna greiðslu. Sigurjón Þ. Árnason, fékk þá sömu greiðslu, sem fór beint í einkalífeyrissjóð hans hjá bankanum. Þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð máls sem Sigurjón höfðaði gegn Landsbankanum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Sigurjón krefst viðurkenningar á samningi milli hans og Landsbankans um lífeyrissparnað og afhendingar á skuldabréfum sem keypt voru fyrir þennan sama sparnað. Í málinu var tekist á um lögmæti lífeyrissjóðs Sigurjóns, en hann færði sparnað sinn frá Íslenska lífeyrissjóðnum í lífeyrissjóð sem hann stofnaði í eigin nafni í apríl 2008. Þessi viðskipti Sigurjóns komust í fréttirnar fyrir þær sakir að hann gaf út tvö veðskuldabréf, samtals að fjárhæð 70 milljónir króna, í nóvember 2008, sem hann seldi svo eigin lífeyrissjóði. Það vakti athygli eftirlitsaðila sem gerðu í kjölfarið athugasemdir, en FME krafðist þess að Landsbankinn myndi slíta lífeyrissjóðnum þar sem hann gengi í berhögg við lög. Þessu hefur lögmaður Sigurjóns andmælt. Á þremur árum, frá apríl 2008 til september 2011, hækkaði lífeyrissparnaður Sigurjóns úr 108 milljónum í 566 milljónir króna, miðað við upplýsingar sem komu fram við aðalmeðferð málsins í morgun. Stór hluti hækkunarinnar er til kominn vegna gengishagnaðar, en Sigurjón keypti skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og losaði sig þannig við sparnað í krónum. Þá fékk hann greiðslur, nálægt 200 milljónum króna, frá Landsbankanum, sem hann setti beint í lífeyrissparnað sinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Sjá hlekk á ítarlega fréttaskýringu um málið hér neðar. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Sparnaður Sigurjóns fimmfaldaðist á þremur árum Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gerði róttækar breytingar á lífeyrissparnaði sínum rétt fyrir bankahrunið. Þá fimmfaldaðist sparnaður Sigurjóns á þremur árum og stóð í 566 milljónum króna í haust, en þessar upplýsingar komu fram við aðalmeðferð í máli hans gegn Landsbankanum. Tveimur mánuðum fyrir hrun keypti hann eignir í erlendum myntum, m.a skuldabréf rússneska fyrirtækisins Gazprom. 1. febrúar 2012 13:41
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent