Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða upptöku Tobin-skatts Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. febrúar 2012 20:00 Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. Eitt stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar eru peninga- og gjaldmiðilsmálin. Hrun krónunnar hefur valdið íslenskum heimilum gífurlegu tjóni, þá hefur verðbólgan valdið landsmönnum þungum búsifjum vegna verðtryggðra húsnæðislána. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að að kerfi með föstu gengi myndi framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt. Tvær leiðir séu færar til að ná stöðugu verðlagi. Annars vegar þátttaka í evrusamstarfinu eða að hafa fljótandi gengi og leggja svokallaðan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Hann virkar þannig að öll gjaldeyrisviðskipti eru skattlögð, en þetta viðbótargjald dregur úr sveiflum á gjaldmiðlinum.Hentugur fyrir lítil hagkerfi Nicolas Sarkozy forseti Frakklands kynnti nýverið þau áform að taka upp Tobin-skatt þar í landi óháð afstöðu annarra Evrópusambandsríkja og er stefnt að því að skatturinn verði lagður á frá og með ágúst næstkomandi. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir vel koma til greina að taka upp slíkan skatt hér á landi, helst samhliða öðrum ríkjum, en útilokar ekki að Ísland taki hann upp einhliða samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Slíkur skattur er talinn sérstaklega hentugur fyrir lítil hagkerfi með örmynt eins og hið íslenska. Þá er þetta talið sporna gegn árásum á gjaldmiðilinn. „Mér finnst það mjög spennandi að vaxandi umræður séu orðnar núna bæði alþjóðlega og í einstökum löndum um einhvers konar Tobin-skatt eða ígildi hans til að bregðast við þessari stórskaðlegu og hættulegu spákaupmennsku og stöðutöku sem hefur farið mjög illa með mörg lönd. (...) Í mínum huga er alveg ljóst að við munum þurfa einhvers konar þjóðhagsvarúðar öryggistæki sem myndi taka við af gjaldeyrishöftunum þegar þau hverfa. Og eitthvað af þessu tagi gæti verið hluti af því," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra segir vel koma til greina að taka upp skattlagningu á gjaldeyrisviðskipti samhliða afnámi hafta. Prófessor í hagfræði segir að slík skattlagning eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu, sé eina leiðin fyrir Íslendinga til að afnema verðtryggingu og fá stöðugt verðlag hér á landi. Eitt stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar eru peninga- og gjaldmiðilsmálin. Hrun krónunnar hefur valdið íslenskum heimilum gífurlegu tjóni, þá hefur verðbólgan valdið landsmönnum þungum búsifjum vegna verðtryggðra húsnæðislána. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í nýjasta hefti Vísbendingar að að kerfi með föstu gengi myndi framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt. Tvær leiðir séu færar til að ná stöðugu verðlagi. Annars vegar þátttaka í evrusamstarfinu eða að hafa fljótandi gengi og leggja svokallaðan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Hann virkar þannig að öll gjaldeyrisviðskipti eru skattlögð, en þetta viðbótargjald dregur úr sveiflum á gjaldmiðlinum.Hentugur fyrir lítil hagkerfi Nicolas Sarkozy forseti Frakklands kynnti nýverið þau áform að taka upp Tobin-skatt þar í landi óháð afstöðu annarra Evrópusambandsríkja og er stefnt að því að skatturinn verði lagður á frá og með ágúst næstkomandi. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir vel koma til greina að taka upp slíkan skatt hér á landi, helst samhliða öðrum ríkjum, en útilokar ekki að Ísland taki hann upp einhliða samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Slíkur skattur er talinn sérstaklega hentugur fyrir lítil hagkerfi með örmynt eins og hið íslenska. Þá er þetta talið sporna gegn árásum á gjaldmiðilinn. „Mér finnst það mjög spennandi að vaxandi umræður séu orðnar núna bæði alþjóðlega og í einstökum löndum um einhvers konar Tobin-skatt eða ígildi hans til að bregðast við þessari stórskaðlegu og hættulegu spákaupmennsku og stöðutöku sem hefur farið mjög illa með mörg lönd. (...) Í mínum huga er alveg ljóst að við munum þurfa einhvers konar þjóðhagsvarúðar öryggistæki sem myndi taka við af gjaldeyrishöftunum þegar þau hverfa. Og eitthvað af þessu tagi gæti verið hluti af því," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira