Erlent

Fékk 10.000 dollara í bætur frá Honda - skipuleggur fjöldamálsókn

Heather Peters
Heather Peters mynd/AP
Kona í Bandaríkjunum hefur fengið 10.000 dollara í bætur eftir að hún kærði bílaframleiðandann Honda. Hún kærði fyrirtækið eftir að bíllinn hennar eyddi margfalt meira bensíni en auglýst hafði verið af Honda.

Smámáladómstóll fjallaði um mál Heather Peters frá Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Hún sagði að bifreið sín af gerðinni Honda Civic hefði eytt um helmingi meira eldsneyti en Honda hefði upphaflega auglýst.

Peters, sem er fyrrverandi lögfræðingur, tókst að sanna mál sitt.

Lögfræðingar Honda ætla ekki að sætta sig við dóminn og hafa ákveðið að áfrýja málinu.

Peters ætlar nú að hjálpa öðrum Honda Civic eigendum að leita réttar síns og skipuleggur nú fjöldamálsókn á hendur Honda.

Rúmlega 200.000 manns hafa fjárfest í sama bíl og Peters gerði. Fari allt á versta veg fyrir Honda gæti fyrirtækið þurft að greiða um 2 milljarða dollara í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×