Erlent

Romney eykur forskot sitt í Flórída

Mitt Romney hefur aukið forskot sitt á Newt Gingrich í prófkjörsslag Repúblikana í Flórída en kosið verður á morgun, þriðjudag.

Í nýjustu skoðanakönnunum mælist Romney með 43% atkvæða en Gingrich með 32%. Rick Santorum fær 16% atkvæða og Ron Paul 6%.

Ein af ástæðum þess að Romney er á góðu skriði er að kosningavél hans hefur dælt miklu magni af neikvæðum auglýsingum um Gingrich inn á helstu sjónvarpsstöðvar Flórída undanfarna daga. Fyrir þessar auglýsingar stóðu þeir Romney og Gingrich nær jafnt í skoðanakönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×