
Ökklabrot, LÍN og sjúkrapróf í Háskóla Íslands
Skólalífið í Reykjavík var ansi spennandi og haustið leið hratt. Nóvember var mánuður ritgerða, lokaverkefna og nokkurra svefnlausra nætra. Þann 22. nóvember skilaði ég seinasta verkefni annarinnar í hús og prófin voru handan við hornið. Síðar þann sama dag hélt ég á fótboltaæfingu og varð fyrir því óláni að ökklabrotna illa eftir slysalegt samstuð. Þegar ég lá sárþjáður á gervigrasvellinum í mígandi rigningu og beið eftir sjúkrabílnum voru prófin eitt það fyrsta sem kom upp í hugann. ,,Þetta er nú ekki sniðugur prófaundirbúningur", sagði ég við félaga mína sem stóðu yfir mér á vellinum.
Til að gera langa sögu stutta þá átti ég að fara í tvö lokapróf, 2. og 5. desember. Á meðan að þau próf fóru fram lá ég á Landsspítalanum í Fossvogi með sýklalyf í æð, eftir að ég fékk slæma sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar sem ég fór í þann 23. nóvember. Ég náði báðum þeim áföngum sem voru próflausir með fyrstu einkunn og var virkilega ánægður með það. Mér var hins vegar ljóst að ekki væri mögulegt að taka sjúkraprófin í janúar og því ætti ég ekki kost á því að skila inn þeim 30 einingum sem ég hafði ætlað mér í upphafi. Þess vegna ætti ég ekki rétt á fullum námslánum fyrir haustönnina.
Ég hringdi í LÍN um miðjan desember og var þá tjáð að ég gæti fengið andvirði 18 eininga greitt út í janúar. Það er, rúmlega 60% af heildarlánsupphæð. Ég taldi að þá yrði þetta allt í góðu lagi og hugsaði ekki mikið meira út í það að svo stöddu. Síðan þegar líða tók á janúarmánuð var ég orðinn fremur peningalítill og ákvað að drífa í því að sækja um svigrúm frá reglum LÍN um námsframvindu. Þegar ég var að fylla út viðeigandi eyðublað tók ég eftir því að þar stóð að skilyrði fyrir því að námsmaður geti fengið andvirði 18 eininga greitt út sé að hann hafi áður skilað fullnægjandi árangri í lánshæfu námi, 18 ECTS-einingum eða sambærilegu. Þetta vakti mig til aðeins til umhugsunar en þó taldi ég nánast útilokað að þetta gæti virkilega verið svona. Varla færi LÍN að neita mér um þetta svigrúm bara vegna þess að ég er á fyrsta ári?
Í dag fór ég með útfyllt eyðublað og læknisvottorð niður í húsnæði LÍN í Borgartúni. Ég haltraði þangað inn og sagði ráðgjafa frá mínum málum og hvernig þetta stæði allt saman. Svarið sem ég fékk var á þá leið að það væri einfaldlega ekki hægt að víkja frá settum úthlutunarreglum. Ég, sem fyrsta árs nemi, á ekki rétt á því að fá aukið svigrúm varðandi námsframvindu. Hef nefnilega ekki skilað neinum einingum - enda hef ég aldrei haft möguleika á því.
Þetta skilyrði LÍN er hreinlega ósanngjarnt gagnvart öllum þeim sem eru á sínu fyrsta misseri í lánshæfu námi. Sérstaklega er þetta ósanngjarnt vegna þess að stúdentar í langflestum deildum Háskóla Íslands eiga ekki lengur kost á því að taka sjúkrapróf í janúar. Núverandi kerfi býður því upp á að stúdentar á fyrsta ári lendi í fjárhagslegu stórslysi án þess að geta gert nokkuð til að koma í veg fyrir það. Ekki er heldur tekið tillit til vel viðunandi árangurs í þeim námskeiðum sem nemanda tekst að klára.
Nú eru kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands framundan og ég vona að báðar þær ágætu fylkingar sem þar bjóða fram hafi það að markmiði berjast saman fyrir endurskoðun á þessu skilyrði og ýmsum öðrum málum er varða LÍN. Lánasjóðurinn á að vinna í okkar hag og gera okkur kleift að stunda námið áhyggjulaust, en ekki öfugt.
Slys og veikindi bera ekki boð á undan sér. Allir stúdentar, líka fyrsta árs nemar, eiga að vera vissir um að LÍN veiti þeim einhverskonar tryggingu ef þeir missa af prófunum sínum.
Jólapróf og námslán eiga ekki að vera það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður brýtur á sér ökklann.
Arnar Þór Ingólfsson, nemi
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar