Erlent

Milljónamæringur gefur bílstjóra sínum milljón dollara

„Eitt er þó víst - ég mun leggja blóm að leiði hans á hverju ári."
„Eitt er þó víst - ég mun leggja blóm að leiði hans á hverju ári."
Einmana milljónamæringur í Bandaríkjunum ánafnaði bílstjóra sínum einni milljón dollara í erfðaskrá sinni. Bílstjórinn hjálpaði vinnuveitanda sínum í gegnum erfiðan skilnað.

Auðkýfingurinn Alan Meltzer skildi við eiginkonu sína til 13 ára á síðasta ári. Skilnaðurinn reyndist honum erfiður og þegar tilfinningarnar báru hann ofurliði leitaði hann til Jean Laborde, bílstjóra síns.

Laborde hefur sannarlega reynst Meltzer vel enda mun hann á næstu dögum fá eina milljón dollara frá fyrrverandi vinnuveitanda sínu. Laborder er 54 ára gamall og á fimm börn.

„Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera við peningana. Eitt er þó víst - ég mun leggja blóm að leiði hans á hverju ári."

Fyrrverandi eiginkona Meltzers gefur lítið fyrir örlæti hans. „Mér er nákvæmlega sama hvað hann gerir við peningana sína. Ef hann vill gefa ónytjungum peninga þá er það bara fínt. Við erum skilin. Maðurinn er dauður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×