Erlent

Hlaupkenndum kúlum rigndi í Bretlandi

Hornsby segir að kúlurnar hafi ytri skel og að innihaldið sé mjúk. Engin lykt er af kúlunum.
Hornsby segir að kúlurnar hafi ytri skel og að innihaldið sé mjúk. Engin lykt er af kúlunum. mynd/MET Office
Maður í Dorset í Bretlandi er furðu lostinn eftir að undarlegar bláar kúlur féllu af himnum ofan og lentu í garðinum hans.

Steve Hornsby frá Bournemouth segir að kúlunum hafi rignt niður á fimmtudaginn í síðustu viku. Samkvæmt Hornsby eru allar kúlurnar rúmir 3 sentímetrar að breidd.

„Það var mjög erfitt að halda á kúlunum," segir Hornsby. „Ég þurfti að nota skeið til að taka þær upp."

Hornsby segir að kúlurnar hafi ytri skel og að innihaldið sé mjúk. Engin lykt er af kúlunum.

Talsmaður Veðurstofu Bretlands hefur staðfest að kúlurnar eru ekki af veðurfræðilegum uppruna.

Vísindamaðurinn Josie Pegg hjá Háskólanum í Bournemouth telur að kúlurnar séu í raun egg sjávarhryggleysingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×