Erlent

Suður-Afríkubúi er Tarzan endurborinn

Suður-Afríkubúinn DeWet Du Toit stefnir að því að verða raunverulegur Tarzan. Toit eyðir tíma sínum í frumskóginum þar sem hann felur sig fyrir hlébörðum og étur skordýr.

Toit er frá George í Suður-Afríku. Hann er atvinnulaus en starfaði um tíma sem öryggisvörður. Eftir að hafa leitað atvinnu í nokkurn tíma komst hann að þeirri niðurstöðu að hann væri Konungur Frumskógarins endurborinn.

Hann hefur því ákveðið að segja skilið við syndsamlegt líferni mannsins og heldur nú til í frumskóginum.

„Ég drekk ekki áfengi. Stundum ét ég ávexti og ber sem ég finn í skóginum. Einnig veit ég hvaða skordýr má éta."

Toit heillaðist af Tarzan eftir að hann sá kvikmynd um hann árið 1998. Casper Van Dien fór með hlutverk Apaguðsins í þeirri kvikmynd og vonast Toit til að hann hreppi hlutverkið einn daginn.

„Ég og Tarzan eigum margt sameiginlegt. Besti vinur minn er fíll - hann heitir Shaka. Ég eyði tíma mínum með öpum, sebrahestum og krókódílum. Ég útbjó lítinn pall hátt upp í tré svo að hlébarðinn nái mér ekki. Ég verð þó oft einmana - það væri frábært ef ég myndi finna mína eigin Jane."

Toit hefur sett saman myndband þar sem hann ræðir um lífið í frumskóginum en það er hægt að sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×