Erlent

Yfir 100 manns slösuðust í jarðskjálfta í Perú

Yfir hundrað manns slösuðust í öflugum jarðskjálfta í Perú í gærdag en ekki er vitað til að neinn hafi farist af völdum hans.

Skjálftinn varð á hafbotni undan ströndinni við borgina Ica og mældist 6,3 á Richter. Um 40 hús eyðilögðust eða skemmdust í skjálftanum og um tíma varð rafmagnslaust í nokkrum hverfum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×