Erlent

Dularfullt skipsflak á botni Eystrasaltsins

Ævintýramennirnir náðu sónarmyndum af fyrirbærinu.
Ævintýramennirnir náðu sónarmyndum af fyrirbærinu. mynd/Oceanexplorer.se
Sænskir fjársjóðsleitarmenn hafa fundið dularfullan hlut á botni Eystrasaltsins. Hluturinn er disklaga og er á stærð við Boeing 747 farþegaþotu. Ævintýramennirnir leita nú leiða til að fjármagna frekari rannsóknir.

Þvermál disksins er rúmir 60 metrar og hann liggur á tæplega 100 metra dýpi. Frá hlutnum liggur 480 metra far á sjávargólfinu.

Peter Lindberg er verkefnisstjóri Ocean Explorer verkefnisins. „Við einfaldlega vitum ekki hvað liggur þarna í hafinu," segir Lindberg í viðtali við ABC fréttastofuna.

Lítill kafbátur verður notaður til að rannsaka flakið. En Lindberg segir að fjármagn vanti í verkefnið. „Yfirleitt leitum við að gulli eða silfri. Það er því ekki hægt að lofa neinu enda vitum við ekki hvað um ræðir."

Lindberg og samstarfsmenn hans leita nú til sjónvarpsstöðva í von um að þær geti komið að framleiðslu sjónvarpsþátta um flakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×