Erlent

Ótrúlegt "base-jump" í Singapúr

Ótrúlegt myndband sem sýnir ofurhuga stökkva af spilavíti í Singapúr hefur vakið gríðarlega athygli. Byggingin hentar afar vel fyrir „base-jump" en á þaki þess er gríðarstór sundlaug.

Marina Bay Sands hótelið er á 57 hæðum og hótelið löngu orðið að táknmynd fyrir sérstakan arkitektúr borgríkisins. Þak hótelsins líkist risavöxnu brimbretti sem teygir sig langt fram yfir brún þess og gnæfir yfir borginni fyrir neðan.

Betri stað fyrir „base-jump" er vart hægt að hugsa sér.

Nokkrir galvalskir ofurhugar ákváðu því að stökkva fram af hótelinu á nýársdag síðastliðinn. Á meðan kæruleysislegur hótelgestir svömluðu í sundlauginni fleygðu stökkvararnir sér af brún hótelsins - margir hverjir með myndavélar á öryggishjálmum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×