Erlent

"Everybody Hurts" er sorglegasta lag allra tíma

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar hafa sjö af hverjum tíu karlmönnum brostið í grát yfir sorglegum lögum.

Það var breski leikhúsframleiðandinn David King sem skipulagði könnunina. Hann vildi rannsaka mátt tónlistarinnar og hann segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart.

Könnunin leiddi í ljós að ein af hverjum fimm konum hafa oft grátið eftir að hafa heyrt tilfinningaríkt lag. Tæplega 90% kvenna sem tóku þátt í könnuninni viðurkenndu að sorglegur lagstúfur hafi framkallað tár hjá þeim.

Einnig kom í ljós að 84% af karlmönnum á aldrinum 18 til 24 hefðu orðið klökkir við að hlusta á sorglegt lag.

Sorglegasta lagið að mati þátttakenda var lagið „Everybody Hurts" með REM. Í öðru sæti var lag Eltons John, „Candle in the Wind." Næst í röðinni var lagið "The Living Years" með Mike and the Mechanics.

Hægt er að hlusta á lag REM hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×