Erlent

Gervitungl var 7 mínútum frá því að hrapa á Peking

Gervitunglið Rosat.
Gervitunglið Rosat. mynd/AP
Þýska gervitunglið Rosat var nokkrum mínútum frá því að hrapa í hjarta Peking. Rosat var rúmlega tvö og hálft tonn að þyngd og hefði valdið stórfelldum skaða á höfuðborginni.

Rosat féll til jarðar í október á síðasta ári.

Samkvæmt útreikningum Evrópsku Geimferðastofnunarinnar (ESA) munaði sjö mínútum að Rosat hefði hrapað í Peking.

Heiner Klinkrad hjá ESA sagði að það hafi verið raunhæfur möguleiki á að Rosat myndi lenda á Peking.

Hefði allt farið á versta veg hefði Rosat hrapað á Peking á 450 kílómetra hraða. Klinkrad segir að Rosat hafi verið byggt úr afar sterkri málmblöndu og því hefði aðeins hluti þess brunnið upp í andrúmsloftinu.

Skaðinn sem Rosat hefði valdið á Peking hefði orðið stórfelldur. Gervitunglið hefði grandað háhýsum og skilið eftir sig stóran gýg. Klinkrad telur að dauðsföll hefðu verið óumflýjanleg.

Samkvæmt alþjóðasamkomulagi hefði þýska ríkið þurft að greiða fyrir skemmdirnar ásamt skaðabótum. Samkomulagið skildar þau lönd sem eiga og bera ábyrgð á gervitunglum til að greiða fyrir mögulegar skemmdir þegar þau falla til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×