Erlent

Sjálfsmorðum fækkar en ofbeldi eykst meðal bandarískra hermanna

Í nýrri skýrslu kemur fram að sjálfsmorðstíðni meðal bandarískra hermanna fer nú lækkandi. Á móti hefur heimilsofbeldi og kynferðisglæpir aukist meðal hermannanna.

Fram kemur að sjálfsmorðum fækkaði um 9% í fyrra miðað við árið á undan en tæplega 300 hermenn sviptu sig lífi í fyrra.

Hinsvegar hefur heimilisofbeldi og ofbeldisfullum kynferðisglæpum meðal hermannanna fjölgað um yfir 30% frá árinu 2006 og misnotkun barna hefur aukist um 43%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×