Bíógestum fækkar hér á landi um tæp 3 prósent á milli ára samkvæmt tilkynningu frá Smáís. Heildartekjur fara hinsvegar upp um eitt prósent miðað við árið 2010. Árið 2011 voru seldir ein og hálf milljón bíómiða yfir rétt tæplega einn og hálfan milljarð króna í kvikmyndahúsum á Íslandi.
Tekjuhæsta myndin hér á landi var Harry Potter and the Deathly Hollows: Part 2. Hún þénaði alls 63 milljónir króna. 53 þúsund sáu myndina. Tíu tekjuhæstu myndirnar hér á landi eru erlendar. Tekjuhæsta íslenska myndin, sem situr í ellefta sæti, er ævintýramyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Myndin þénaði 30 milljónir og þrjátíu þúsund nutu ævintýrisins.
Næst kemur Okkar eigin Osló sem þénaði rétt rúmlega 29 milljónir. Talsvert færri sáu þá mynd en ævintýramynd Sveppa, eða tæplega 24 þúsund.
Í tilkynningu frá Smáís segir að það hafi verið mjög misjafnt hvernig tekjur voru í samanburð við 2010 í heiminum og má þar nefna að í Bandaríkjunum lækkuðu heildartekjur niður í það lægsta í 16 ár eða um 3.8% frá 2010 og aðsókn minnkaði einnig um 4.7%, en í Bretlandi hækkuðu heildartekjur um 4.5% á meðan Kína var með 30% hækkun, sem er til marks um auknar vinsældir kvikmyndahúsa þar í landi.
Meðalverð á bíómiða á Íslandi var 989.kr á síðasta ári sem er það lægsta sem gerist á meðal nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi er meðalverð í Bretlandi 1.120.kr, miðað við gengið í dag, og í Danmörku 1.605.kr enn Bandaríkjamenn njóta svipaðar kjara og íslendingar í bíó þar sem meðalverð á bíómiða þar er 987.kr.
Árið einkennist af því hvað framhaldsmyndir eru sterkar og til marks um það eru 5 af 10 efstu myndum ársins framhaldsmyndir, þar af 3 efstu myndirnar.
Síðasta ævintýramyndin um galdrastrákinn Harry Potter trónir efst á toppnum, Strumparnir er vinsælasta barnamyndin og þrumuguðinn Þór er okkur íslendingum hugleikinn, því tvær myndir um hann eru inná topp 20 listanum, Hollywood stórmyndin Thor frá Marvel og fyrsta íslenska teiknimyndin í 3D, Þór.
Fjórar íslenskar myndir ná inná topp 20 og er þar nýjasta ævintýrið með Sveppa og félögum á toppnum þetta árið, fast á hæla hennar koma Okkar eigin Osló, Þór og svo Borgríki en í heildina voru íslenskar myndir 9.3% af heildartekjum á markaðnum sem er minna en 2010 þegar hlutdeild íslenskra mynda var tæplega 11%. Einnig má benda á að Klovn - the Movie er eina myndin sem kemst inná topplistann, sem ekki er íslensk eða á enskri tungu.
Hérna er listi yfir 20 stærstu myndir ársins 2011 á Íslandi þar sem eru 13 amerískar myndir, 4 íslenskar, 2 breskar og ein dönsk .
Nr. Titill Dreifingaraðili Heildartekjur Aðsókn
1 Harry Potter and the Deathly Hollows: Part 2 Samfilm 63.119.415 kr. 53.162 2 Pirates of the Caribbean: on Stranger Tides Samfilm 43.051.290 kr. 36.646 3 Hangover: Part 2 Samfilm 41.162.665 kr. 40.289 *
4 Klovn - the Movie Samfilm 40.914.825 kr. 41.124
5 Ævintýri Tinna (The Adventures of Tintin) Sena 40.323.902 kr. 36.423
6 Transformer 3: Dark of the Moon Samfilm 33.686.355 kr. 27.798
7 Bridesmaids Myndform 31.879.223 kr. 32.865
8 Smurfs Sena 30.801.082 kr. 33.277
9 Kung Fu Panda 2 Samfilm 30.320.964 kr. 31.326
10 Thor Myndform 30.093.615 kr. 25.385
11 Algjör Sveppi og Töfraskápurinn Samfilm 29.846.180 kr. 30.602
12 Okkar eigin Osló Sena 29.238.064 kr. 23.892
13 The King´s Speech Samfilm 23.711.540 kr. 24.682
14 Captain America: The First Avenger 3D Myndform 23.381.200 kr. 19.787
15 Johnny English Reborn Myndform 22.712.929 kr. 24.269
16 Fast Five Myndform 22.432.574 kr. 22.514
17 Horrible Bosses Samfilm 22.341.970 kr. 22.003
18 Þór Sena 22.225.405 kr. 24.044
19 Cars 2 Samfilm 20.898.260 kr. 23.041
20 Borgríki Myndform 19.330.675 kr. 16.465
Algjör Sveppi vinsælasta íslenska myndin - bíógestum fækkar á milli ára

Mest lesið

Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði
Viðskipti innlent



Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent


Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

„Við erum alls ekki í nokkru stríði“
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
