Erlent

Tónleikar í minningu Amy Winehouse

Amy Winehouse lést 27 ára að aldri.
Amy Winehouse lést 27 ára að aldri. mynd/AFP
Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar heitnu Amy Winehouse, hefur tilkynnt að minningartónleikar verði haldnir til heiðurs söngkonunni. Amy Winehouse lést í sumar aðeins 27 ára að aldri.

Á meðal söngvara sem hafa staðfest komu sína á tónleikana eru Lily Allen og Jessie J. „Við munum fá fjöldan allan af tónlistarmönnum til liðs við okkur á næstu mánuðum og við munum tilkynna þá sem allra fyrst," segir Mitch Winehouse.

Ekki er vitað hvenær tónleikarnir verða haldnir en búist er við að það verði á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×