Erlent

NASA birtir myndband frá Alþjóðlegu geimstöðinni

Geimferðastofnun Bandaríkjanna birti í gær ótrúlegt myndband sem tekið var úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Myndbandið er samsett úr fjölda ljósmynda sem geimfararnir tóku þegar geimstöðin sveif yfir Afríku.

Á myndbandinu má sjá ljósblossa frá eldingum en mikill stormur gekk yfir heimsálfuna þegar myndirnar voru teknar.

Einnig sést upplitað gufuhvolfið ásamt hrygg Vetrarbrautarinnar rísa handan við Jörðina.

Ef vel er gáð má síðan sjá halastjörnuna Lovejoy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×