Erlent

Obama og Mitt Romney syngja sig inn í hjörtu kjósenda

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók lagið á fjáröflunarsamkomu í dag. Forsetinn hóf ræðu sína á því að heilsa söngvaranum Al Green og fór síðan með nokkrar línur úr lagi hans, „Let's Stay Together."

En helsti keppinautur Obama, Mitt Romney, gerði slíkt hið sama fyrr í dag og söng afmælissönginn fyrir fylkisstjóra Norður-Karólínu, Nikki Haley.

Hægt er að sjá flutning Obama ásamt tilfinningaríkum afmælissöng Mitt Romneys í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×