Erlent

SOPA dregið til baka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lamar Smith vill ná meiri sátt um málið áður en lengra er haldið.
Lamar Smith vill ná meiri sátt um málið áður en lengra er haldið. mynd/ afp.
SOPA frumvarpið sem snýst um höfundavarnir á efni á Internetinu, hefur verið tekið út úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Lamar Smith, fulltrúadeildarþingmaðurinn, sem lagði frumvarpið fram tilkynnti þetta í gærkvöld. Hann vill ná meiri sátt um málið áður en það fer lengra.

„Það er augljóst að við verðum að hugsa upp á nýtt hvernig við ætlum að fást við það vandamál að þjófar steli og selja bandarísk hugverk og vörur," er haft eftir Smith á vef Reuters.

SOPA frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni. Til dæmis ákváðu margar af stærstu vefsíðum í heimi að loka í liðinni viku til að mótmæla frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×