Umtalað húsnæði Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi 11, í hjarta Reykjavíkur, er komið á sölu. Húsnæðið hefur orðið tilefni töluverðrar fjölmiðlaumfjöllunar, ekki síst vegna umfangsmikilla breytinga á húsinu og húsi númer 9 sem Hannes átti einnig.
Það er varla hægt að segja að þarna sé um neinn smákofa að ræða, því húsið er 435 fermetrar að stærð. Í því eru 3 stofur, stórt eldhús, stór borðstofa, mjög stórt fjölskyldurými, Spa aðstaða og allt að 5 svefnherbergi eftir nýtingu.
Húsið er enda ekki beinlínis á neinu tombóluverði. Ásett verð er 190 milljónir króna, sem er töluvert hærra verð en meðalhúsnæðið selst á þessa dagana.
Smelltu hér til að sjá myndir af húsinu á fasteignavef Vísis.

