Viðskipti innlent

Tekjurnar af Contraband tæpir 6 milljarðar

Tekjurnar af Contraband, kvikmynd Baltasar Kormáks, eru komnar yfir 47 milljónir dollara eða tæplega 6 milljarða króna.

Á vefsíðunni boxoffice.com segir að áætlaðar tekjur (miðasala) af Contraband þessa helgi séu tæplega 12 milljónir dollara. Er myndin þar með þriðja mest sótta myndin í Bandaríkjunum um helgina.

Í fyrstu tveimur sætunum eru myndir sem voru frumsýndar um helgina, annarsvegar Underworld Awakening og hinsvegar Red Tails.

Fram að þessu hefur Contraband náð inn 45,7 milljónum dollara í Bandaríkjunum en við þá upphæð bætist svo hátt í 2 milljónir dollara sem myndin hefur náð inn í öðrum löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×